Hollywood stjarnan Chris Evans varð vin­sælasta um­ræðu­efnið á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í gær eftir að hann birti ó­vart mynd af getnaðar­lim sínum á Insta­gram í gær. Þúsundir net­verja hafa rætt málin sín á milli og hafa tugir svo­kallaðra meme mynda verið gerðar.

Að því er fram kemur á vef E! News! var kappinn að deila mynd­bandi af fjöl­skyldunni sinni í Heads Up leik Ellen Degeneres. Um var að ræða upp­töku sem tekin var af skjá símans hans.

Þegar mynd­skeiðinu lauk birtust hins­vegar myndir sem leikarinn ætlaði sér ekki að deila, þar af var ein mynd þar sem mátti sjá hann á typpinu. Leikarinn var fljótur að eyða mynd­skeiðinu.

Að­dá­endur leikarans voru fljótir að koma sínum manni til varnar og voru þúsundir mynda af Chris birtar undir myllu­merkinu með hans nafni á sam­fé­lags­miðlum, til þess að koma í veg fyrir að ó­prúttnir aðilar gætu deilt mynd­efninu með net­verjum.