Banda­ríska leik­konan Lana Parilla sem er þekktust fyrir hlut­verk sitt sem Rita Ca­still­o í sjón­varps­þáttunum Why Wo­men Kill er stödd á Ís­landi um þessar mundir.

Lana hefur verið ötul að birta myndir af ferðum sínum hér landi og birti í gær­kvöldi mynd af sér með jökul­ís í hendinni og segir frá því að hún hafi næstum brotið tönn við að bragða á ísnum.

Lana er með heilt mynda­albúm á Insta­gram síðu sinni sem 1,5 milljón manns fylgist með en þar sést hún skoða Gull­foss, Geysi, Bláa Lónið og Hall­gríms­kirkju svo dæmi séu tekin.

Á Instagram segir hún að Ísland sé himnaríki á jörðu og hún sé afar ástfangin af landi og þjóð.