Ó­hætt er að segja að heimar Hollywood nötri nú vegna fregna af eitraðri vinnu­staða­menningu á setti hjá spjall­þátta­stjórnandanum Ellen. Stjörnurnar hafa undan­farna daga ýmist keppst við að lýsa yfir stuðningi við þátta­stjórnandann eða gagn­rýna hana vegna fréttanna.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá velta banda­rískir slúður­miðlar því nú fyrir sér hvort að dagar Ellen séu taldir í sjón­varpi. Hún hefur stýrt þáttum sínum í sau­tján ár við góðan orð­stýr, þar til nú.

Meðal þess sem yfir­­­menn í þættinum eru sagðir hafa gert er að láta út úr sér rasísk um­­­mæli, refsað starfs­­fólki fyrir að vekja at­hygli á vanda­­málum, segja starfs­­fólki upp í miðju veikinda­­leyfi og neita þeim um frí til að fara í jarðar­­farir fjöl­­skyldu­­með­lima. Ellen lofaði því að hún myndi beita sér fyrir því að vinnu­­staða­­menningin yrði bætt en hefur ekki gefið í skyn með neinum hætti að hún ætli sér að hætta.

Í um­fjöllun E News um málið kemur fram að stjörnur líkt og Katy Pery, Diane Keaton, Ashton Kutcher og Kevin Hart hafi öll lýst yfir stuðningi við Ellen.

„Það er klikkað að sjá vin sinn ganga í gegnum það sem hún er að ganga í gegnum á opin­berum vett­vangi,“ skrifar Kevin Hart til að mynda um málið. „Hún og hennar teymi hafa alltaf komið fram við mig af virðingu og af gæsku. Hún kom aldrei öðru­vísi fram við stjörnur,“ skrifar Ashton Kutcher um málið á Twitter. Hann er harð­lega gagn­rýndur af að­dá­endum sem benda á að hann sé þrátt fyrir allt, stjarna.

Líkt og áður segir eru ekki allir sem koma Ellen til varnar. Þannig segist leikarinn Brad Garrett, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í gaman­þáttunum E­very­bo­dy Loves Raymond, að það hafi verið al­kunna að Ellen hafi komið illa fram við marga.

Þá tjáir plötu­snúðurinn Tony Okung­bowa sig einnig um málið. Hann starfaði við þættina árin 2003 til 2006 og svo aftur frá árunum 2007 til 2013. Hann segir að eitruð vinnu­staða­menning hafi svo sannar­lega verið til staðar við gerð þáttanna.

„Á sama tíma og ég er þakk­látur fyrir tæki­færið sem mér var veitt, að þá upp­lifði ég og fann eitrið í um­hverfinu og ég stend með fyrr­verandi sam­starfs­fólki mínu og þeirra veg­ferð í að skapa heil­brigðara og sann­gjarnara vinn­um­hverfi í þáttunum.“

Um­mæli stjarnanna um stóra Ellen málið á sam­fé­lags­miðlum má lesa hér að neðan:

View this post on Instagram

It’s crazy to see my friend go thru what she’s going thru publicly. I have known Ellen for years and I can honestly say that she’s one of the dopest people on the fucking planet. She has treated my family and my team with love and respect from day 1. The internet has become a crazy world of negativity....we are falling in love with peoples down fall. It’s honestly sad...When did we get here? I stand by the ones that I know and that I love. Looking forward to the future where we get back to loving one another....this hate shit has to stop. Hopefully it goes out of style soon....This post is not meant to disregard the feelings of others and their experiences....It’s simply to show what my experiences have been with my friend. Love you for life Ellen...

A post shared by Kevin Hart (@kevinhart4real) on

View this post on Instagram

I have been patiently waiting for someone with more authority than me to speak up about what a great human being @theellenshow is. I have been very lucky to be on that show many times and I can tell you that it is a very well run machine, everyone was super nice, not just to me but to each other and anyone involved. I have seen Ellen act not just in her show but in public appearances in theaters where she is nice to absolutely everyone, the guy serving the coffee, the person in the elevator, the security guy and the owner of the venue. Everyone loves her because that is who she is. She makes the world a better place for millions of people everyday and we cannot hit her because something may have not been perfect. No one is perfect, and we cannot control everything. So I stand for you my friend and I challenge all the amazing people that know you and call you a friend to say who you are. The world has become a very dangerous place because it seems that we cannot make anything right. If I am going to be criticized for defending someone that I think deserves to be defended then so be it. We are all so scared to say what we really think and it seems that we are only relevant if we say whatever the trending social media topic is. So... We love Ellen right? @jenniferaniston @jlo @michelleobama @pink @seanhayes @ladygaga @oprah @katyperry @justintimberlake and whoever else should be on this list which is really long.

A post shared by Ignacio Figueras (@nachofigueras) on