Lífið

Trommur, fánar og HÚ! Óvæntur stuðningur frá Hollandi

Hollenskt tryggingarfyrirtæki hefur bæst í hóp fjölmargra aðdáenda strákana okkar á HM í Rússlandi. Fyrirtækið gerði sér lítið fyrir og gerði frábært myndband til stuðnings Íslandi þar íslenski fáninn og víkingahjámar eru á lofti.

Nær allir starfsmenn fyrirtækisins tóku þátt í klappinu.

Holland tekur ekki þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í ár mörgum Hollendingum til mikilla vonbrigða. 

Hollenska tryggingafyrirtækið a.s.r. í borginni Utrecht lét lélegt gengi heimalandsins þó ekki á sig fá og hefur ákveðið að gera íslenska liðið að sínum mönnum. 

Hjálmar, fánar og víkingaklappið

Mikil stemning hefur verið í fyrirtækinu í aðdraganda keppninnar og tóku starfsmenn sig meðal annars til og gerðu stórskemmtilegt myndband til heiðurs Íslandi þar sem starfsmenn skreyttu sig íslenska fánanum, víkingahjálmum og tóku að sjálfsögðu hið víðfræga víkingaklapp. 

Þau Nelleke Ungersma og Daan Wentholt, tveir af starfsmönnum fyrirtækisins, sögðu í samtali við Fréttablaðið að nær allir starfsmenn fyrirtækisins hefðu tekið þátt í gerð myndbandsins sem var stórskemmtilegt. 

„Við erum að gera víkingaklappið,“ segir einn aðdáandinn, kampakát með sína menn í Rússlandi.

En af hverju Ísland?

„Holland tekur ekki þátt í Heimsmeistaramótinu í ár sem okkur finnst vera synd og er ekki það sem við erum vön. Við settumst niður og fórum að leita að liði sem við vildum styðja. Þá fórum við að hugsa um Ísland, sem er að taka þátt í fyrsta skipti, og ákváðum að halda með ykkur,“ segir Daan Wentholt, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins.

Öllu er tjaldað til í myndbandinu sem er einstaklega skemmtilegt

„Þeim mun meira sem við hugsum um að halda með Íslandi, þeim mun réttara verður að halda með Íslandi,“ bætir Nelleke Ungersma, starfsmaður í markaðsdeild fyrirtækisins við. „Við erum lítið land og Ísland er lítið land. Svo erum við líka með sömu fánalitina.“

Aðspurð hvort mikil stemning sé fyrir leiknum á laugardaginn og hvort starfsmenn ætli að horfa á leikinn segja þau Daan og Nelleke það vera snúið að segja til um, þar sem leikurinn er á laugardegi. Næsti leikur Íslands, á móti Nígeríu þann 22. júní, er hins vegar á almennum vinnudegi, eða föstudegi og segir Nelleke líklegt að starfsmenn muni taka sig saman og horfa á leikinn eftir vinnu, en hann byrjar klukkan fimm að hollenskum tíma. 

Hollenskir fótboltaaðdáendur í fullum skrúða. EPA

Hollenskir fótboltaaðdáendur eru þekktir fyrir skrautlegan klæðnað á leikdögum og eiga þar ýmislegt sameiginlegt með íslenskum frændum sínum í norðri og nefna þau Nelleke og Daan það sem enn einn þáttinn sem Íslendingar og Hollendingar eiga sameiginlegan.

Myndbandið er stórskemmtilegt og skrautlegt, sjón er sögu ríkari. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Auður með flestar tilnefningar

Lífið

Dóra sleit fundi með broti úr lagi Sálarinnar

Lífið

Inga Sæland tekur lagið: „It's now or never“

Auglýsing

Nýjast

Smart­lands­rit­stýr­an sel­ur í Foss­vog­in­um

Mötl­ey Crüe drullu­malla á Net­flix

Tískurisi fær útreið vegna „sjálfs­víg­s­peysu“

Bubbi grillar van­hæfa flytj­endur í Söngva­keppninni

Geiturnar mínar gefa mér svo mikið

Íslenskir veitingastaðir viðurkenndir af Michelin

Auglýsing