Lífið

Hollendingar senda gamla kempu í Eurovision í ár

Hollendingar veðja á sama hest og Norðmenn og senda mann með reynslu í söngvakeppnina í ár.

Hollendingar senda kántrírokkarann Waylon sem fulltrúa sinn á Eurovision í ár.

Það stefnir í harða keppni í Eurovision í ár. Þátttökuþjóðir eru þessa dagana að velja lög sem fara í lokakeppnina í Portúgal í maí Hollendingar veðja á mann með reynslu líkt og Norðmenn sem senda Alexander Rybak sem sinn fulltrúa í ár.
 

Þetta árið senda Hollendingar grjótharðan kúrekaslagara í flutningi Waylon en hann er enginn nýgræðingur á Eurovision sviðinu. Hann keppti árið 2014 ásamt Ilse Delange með lagið Calm after the storm með hljómsveit sína The Common Linnets, og lentu þau í öðru sæti. En það ár vann Austurríki með ógleymanlegu framlagi Conchita Wurst sem söng sig inn í hjarta Evrópu með laginu Rise like a phoenix.

Þetta árið er Waylon með þvottekta kántríslagara sem fjallar um útlaga enda heitir lagið Outlaw in em, slagarinn gæti sómt sér vel á krá í Texas en hvort að það sé líklegt til að rísa sem fönix í keppninni ár verður að koma í ljós í maí. 

Lag Hollendinga sem Waylon flutti ásamt söngkonunni Ilse, Calm after storm, varð feykivinsælt í Evrópu og er enn með töluverða útvarpsspilun. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Rybak aftur fyrir hönd Noregs í Eurovision

Lífið

Sögufrægt einbýli á 250 milljónir

Lífið

Orka náttúrunnar bætir and­rúms­loftið

Auglýsing

Nýjast

Hvernig ríkið getur haldið á­fram að bruðla á fólki

Charging Center One hleðslustöð

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Auglýsing