Lífið

Hollendingar senda gamla kempu í Eurovision í ár

Hollendingar veðja á sama hest og Norðmenn og senda mann með reynslu í söngvakeppnina í ár.

Hollendingar senda kántrírokkarann Waylon sem fulltrúa sinn á Eurovision í ár.

Það stefnir í harða keppni í Eurovision í ár. Þátttökuþjóðir eru þessa dagana að velja lög sem fara í lokakeppnina í Portúgal í maí Hollendingar veðja á mann með reynslu líkt og Norðmenn sem senda Alexander Rybak sem sinn fulltrúa í ár.
 

Þetta árið senda Hollendingar grjótharðan kúrekaslagara í flutningi Waylon en hann er enginn nýgræðingur á Eurovision sviðinu. Hann keppti árið 2014 ásamt Ilse Delange með lagið Calm after the storm með hljómsveit sína The Common Linnets, og lentu þau í öðru sæti. En það ár vann Austurríki með ógleymanlegu framlagi Conchita Wurst sem söng sig inn í hjarta Evrópu með laginu Rise like a phoenix.

Þetta árið er Waylon með þvottekta kántríslagara sem fjallar um útlaga enda heitir lagið Outlaw in em, slagarinn gæti sómt sér vel á krá í Texas en hvort að það sé líklegt til að rísa sem fönix í keppninni ár verður að koma í ljós í maí. 

Lag Hollendinga sem Waylon flutti ásamt söngkonunni Ilse, Calm after storm, varð feykivinsælt í Evrópu og er enn með töluverða útvarpsspilun. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Rybak aftur fyrir hönd Noregs í Eurovision

Lífið

Geir Ólafs ætlar að fylla Frí­kirkjuna fyrir Ægi Þór

Lífið

Fjós hugsað sem sauna

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Hita upp fyrir Ísland – Nígería

Lífið

Ástfanginn Bieber

Kynningar

TREO – skjót verkun við mígreni og tilfallandi verkjum

Lífið

Lofar töfrandi og góðu partíi

Lífið

Hampaðu þínum eigin HM-bikar fyrir 5000 krónur

Lífið

Spilar nú á bragðlaukana

Auglýsing