Eitt af fal­legustu ein­býlis­húsum á Sel­tjarnar­nesi og jafn­vel á landinu öllu. Húsið er 500 fer­metrar að stærð, að því er fram kemur á vef fast­eigna­sölunnar.

Húsið er á tveimur hæðum og með kjallara. Upp­sett verð eru 350 milljónir króna en húsið stendur innst í botn­langa og er grænt svæði við hliðina á húsinu.

Í kjallara er til að mynda rúm­góð skrif­stofa, hobbí her­bergi, æfinga­salur og sturtu­að­staða. Þar er jafn­framt tengi fyrir sánu. Úti í garði er pallur og pottur, svo eitthvað sé nefnt.

Mynd/Helgafell
Mynd/Helgafell
Mynd/Helgafell
Mynd/Helgafell
Mynd/Helgafell
Mynd/Helgafell
Mynd/Helgafell