Helga­fell fast­eigna­sala aug­lýsir nú til sölu fimm hundruð fer­metra hús á Sel­tjarnar­nesi sem teiknað var af Kjartani Sveins­syni. Fast­eigna­mat hússins eru rúmar 183 milljónir.

Þetta glæsi­lega hús stendur á tveimur hæðum á þúsund fer­metra lóð innst í botn­langa. Húsið er með kjallara og bíl­skúr.

Á fyrstu hæðinni má finna eld­hús, stofu, borð­stofu og sól­stofu og á efri hæðinni eru fjögur svefn­her­bergi. Úr hjóna­her­berginu liggja svalir. Í kjallara hússins er stofa, tóm­stunda­her­bergi, æfinga­salur og sauna. Fyrir utan húsið er garður með stórum palli og heita potti.

Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala
Mynd/Helgafell fasteignasala