Högni Egilsson hélt uppi gleðinni í gærkvöld og spilaði og söng inn jólin á Novasvellinu við Ingólfstorg í kvöld.
Flygli var komið fyrir á Novasvellinu við Ingólfstorg í tilefni þess að svellið verður opnað almenningi í dag, laugardag kl 12.00. Högni Egilsson tók forskot á sæluna og vígði svellið þegar hann bæði söng og spilaði, inn jólaskautatímabilið.
Þetta er í sjötta skiptið sem Nova setur upp Novasvellið í hjarta Reykjavíkur og óhætt er að fullyrða að það hafi fest sig í sessi meðal borgarbúa sem ómissandi hluti af undirbúningi jólanna.

Heimsfaraldur setur vissulega svip sinn á útfærsluna í ár og er svellinu því skipt upp í tvö svæði til að tryggja að fjöldatakmarkanir séu virtar og talið verður inn í hvort svæðið. Auk þess sem allar reglur um sóttvarnir verða í hávegum hafðar, allur búnaður og snertifletir sprittaðir og nóg af spritti á svæðinu fyrir gesti.
„Novasvellið heldur heilum flygli svo við vitum að það er tilbúið til að halda gleðinni gangandi út árið 2020. Við erum vel í stakk búin til að taka á móti gestum þrátt fyrir aðstæður og við hlökkum mikið til að sjá Novasvellið iða af brosandi fólki eins og undanfarin ár,” segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova
Undanfarin ár hafa um 20 þúsund manns skautað á Novasvellinu en það er þó ljóst að mun færri munu eiga kost á því að nýta þetta tækifæri en hægt er að bóka tíma á nova.is og Nova appinu.
Haldið verður í hefðirnar og gestum gefst kostur á að njóta stemningarinnar á svæðinu og gæða sér á heitu kakói og kleinum, hvort sem fólk reimar á sig skautana eða ekki.
