Högni Egils­son hélt uppi gleðinni í gær­kvöld og spilaði og söng inn jólin á Novasvellinu við Ingólfs­torg í kvöld.

Flygli var komið fyrir á Novasvellinu við Ingólfs­torg í til­efni þess að svellið verður opnað al­menningi í dag, laugar­dag kl 12.00. Högni Egils­son tók for­skot á sæluna og vígði svellið þegar hann bæði söng og spilaði, inn jóla­skauta­tíma­bilið.

Þetta er í sjötta skiptið sem Nova setur upp Novasvellið í hjarta Reykja­víkur og ó­hætt er að full­yrða að það hafi fest sig í sessi meðal borgar­búa sem ó­missandi hluti af undir­búningi jólanna.

Fréttablaðið/Aðsend

Heims­far­aldur setur vissu­lega svip sinn á út­færsluna í ár og er svellinu því skipt upp í tvö svæði til að tryggja að fjölda­tak­markanir séu virtar og talið verður inn í hvort svæðið. Auk þess sem allar reglur um sótt­varnir verða í há­vegum hafðar, allur búnaður og snerti­fletir sprittaðir og nóg af spritti á svæðinu fyrir gesti.

„Novasvellið heldur heilum flygli svo við vitum að það er til­búið til að halda gleðinni gangandi út árið 2020. Við erum vel í stakk búin til að taka á móti gestum þrátt fyrir að­stæður og við hlökkum mikið til að sjá Novasvellið iða af brosandi fólki eins og undan­farin ár,” segir Margrét Tryggva­dóttir, for­stjóri Nova

Undan­farin ár hafa um 20 þúsund manns skautað á Novasvellinu en það er þó ljóst að mun færri munu eiga kost á því að nýta þetta tæki­færi en hægt er að bóka tíma á nova.is og Nova appinu.

Haldið verður í hefðirnar og gestum gefst kostur á að njóta stemningarinnar á svæðinu og gæða sér á heitu kakói og kleinum, hvort sem fólk reimar á sig skautana eða ekki.

Fréttablaðið/Aðsend