Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, betur þekktur sem Högni í Hjaltalín, kveður heimili sitt í Þingholtunum. Íbúð hans á fyrstu hæð í Bergstaðastræti 40 í miðbæ Reykjavíkur hefur verið sett á sölu á 42.9 millljónir.

„Nú eru tímamót í lífi mínu og ég kveð heimilið mitt á Bergstaðastræti og eitthvað nýtt og spennandi tekur við. Margar eru minningarnar frá þessum skemmtilega stað þar sem alltaf virðist vera nægilega ástæða til þess að gleðjast og fagna,“ segir Högni.

Um er að ræða 62 fermetra, þriggja herbergja íbúð með sérinngangi í þríbýlishúsi við Bergstaðastræti. Líkt og má sjá á myndum eru gifslistar og rósettur í loftum og falleg uppgerð furugólfborð eru á gólfum íbúðarinnar.

Íbúðin er björt og opin og með mikinn persónuleika.

Húsið að utan var allt einangrað upp á nýtt og klætt með bárujárni árið 2017.
Mynd: Fasteignamarkaðurinn
Úr stofunni í svefnherbergið.
Mynd: Fasteignamarkaðurinn
Gula eldhúsið er opið við borðstofu og lagt furugólfborðum. Fallegar gamlar innréttingar í eldhúsi og gluggi til vesturs.
Mynd: Fasteignamarkaðurinn
Setustofa, björt og rúmgóð með gluggum til suðurs og lögð furugólfborðum.
Mynd: Fasteignamarkaðurinn
Björt og opin íbúð.
Mynd: Fasteignamarkaðurinn
Kósý svefnherbergi, stórt og með fataskápum.
Mynd: Fasteignamarkaðurinn
Lóðin er eignarlóð, 223,2 fermetrar að stærð og sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins. Baklóðin er tyrfð og með hellulögðum stíg, afgirt.
Mynd: Fasteignamarkaðurinn