Smalltown Boy var fyrsti smellur sveitarinnar, af plötunni The Age of Consent sem kom út í desember árið 1984. Lagið, sem er grípandi danslag, sló í gegn á heimsvísu og er enn reglulegur gestur á dansgólfum um allan heim. Lagið náði toppsætum á vinsældarlistum um alla Evrópu auk þess sem það komst efst á lista í Bandaríkjunum.

Allir meðlimir Bronski beat eru opinberlega samkynhneigðir og tónlist þeirra endurspeglar það. Texti Smalltown boy kallast til á mynda á við reynsluheim einhvers sem þarf að flýja að heiman vegna þess að hann er ekki samþykktur eins og hann er.

Tónlistarmyndband lagsins undirstrikar þetta enn frekar, og sýnir ungan mann flýja smábæ eftir deilur við föður sinn, og fara í lest til borgarinnar. Jimmy Sommerville, söngvari sveitarinnar fer með aðalhlutverkið. Síðar í myndbandinu er drengurinn manaður af vinum sínum, sem leiknir eru af Steve Bronski og Larry Steinbachek, til að gefa sig á tal við ungan mann sem hann er hrifinn af.

Tónlist Bronski beat hefur fyrir löngu öðlast sess sem hluti af poppmenningu hinsegin fólks.