Á annan í jólum hóf sjón­varps­þátturinn Ver­búðin göngu sína á RÚV og er ó­hætt að segja að við­tökurnar hafi verið góðar.

Sam­kvæmt nýrri könnun markaðs­rann­sókna­fyrir­tækisins Prósent, sem gerð var dagana 30. desember til 9. janúar, höfðu 57 prósent þjóðarinnar horft á fyrsta þáttinn.

Mynd 1. Ert þú búin(n)(ð) að horfa á fyrsta þátt Ver­búðarinnar sem frum­sýndur var þann 26. desember síðast­liðinn á RÚV? Niður­stöður þeirra sem tóku af­stöðu.
Mynd/Prósent

Hærra á­horf mældist í eldri aldurs­hópum en 74 prósent úr aldurs­hópnum 65 ára og eldri horfðu á fyrsta þáttinn en einungis 35 prósent í aldurs­hópnum 18 til 34 ára.

Mjög mikill meiri­hluti svar­enda var á­nægður með Ver­búðina. Alls sögðust 51 prósent vera á­nægð með þáttinn, 37 prósent voru frekar á­nægð, níu prósent voru hvorki né, tvö prósent voru frekar ó­á­nægð og eitt prósent var mjög ó­á­nægt.

Mynd 2. Ert þú búin(n)(ð) að horfa á fyrsta þátt Ver­búðarinnar sem frum­sýndur var þann 26. desember síðast­liðinn á RÚV? Eftir aldri.
Mynd/Prósent

Lítill munur var á ein­kunnar­gjöf á milli hópa. Í­búar höfuð­borgar­svæðisins voru á­nægðari með þáttinn en í­búar á lands­byggðinni. Að sama skapi mældist að­eins meiri ó­á­nægja í aldurs­hópnum 65 ára og eldri.

Könnunin var net­könnun meðal könnunar­hóps Prósent, gerð dagana 30. desember til 9. janúar. Í úr­taki voru 2.300 ein­staklingar 18 ára og eldri. Svar­endur voru 1.118 eða 49 prósent að­spurðra.

Mynd 3. Hversu á­nægð(ur)(t) eða ó­á­nægð(ur)(t) varstu með fyrsta þátt Ver­búðarinnar?
Mynd/Prósent
Mynd 4. Hversu á­nægð(ur)(t) eða ó­á­nægð(ur)(t) varstu með fyrsta þátt Ver­búðarinnar? Niður­stöður eftir aldri.
Mynd/Prósent