Þau hjón James og Kimber­ly Van Der Beek eignuðust fyrir skömmu sitt sjötta barn. James, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Daw­­son's Cre­ek, og Kimber­ly deildu gleði­fréttunum á Insta­gram en þau eignuðust dreng sem fengið hefur nafnið Jeremiah. Hann fæddist á bú­­garði fjöl­­skyldunnar í Texas.

Í færslu James á Insta­gram segir að það hafi ekki bara verið gleði sem fylgdi því er í ljós kom að Kimber­ly var ó­­létt. Hún hafi áður misst fóstur tvisvar í röð á 17. viku með­­göngu og því hafi þau hjón á­­kveðið að halda með­­göngunni leyndri.

Fyr­ir eiga Van Der Beek-hjónin fimm börn, sem eru öll ell­efu ára eða yngri. Það eru þau Jos­hua, Gwendo­­­lyn, Em­ili­a, Anna­bel og Oli­via.