Lífið

Hörkupuð að lita hár fyrir Hin­segin gleðina

Litir regnbogans eru áberandi á Hinsegin dögum og þannig stóð Magnea Sif Agnarsdóttir á Skugga sveitt í gær við að setja sérblandaða Pride-liti í viðskiptavin sem gefur ekkert eftir í gleðinni.

Litaglaði hárgreiðslumeistarinn Magnea Sif fagnar Hinsegin dögum enda fær hún þá alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og óvenjulegt við hár hressustu viðskiptavinanna.

Allir litir regnbogans, fánalitir Gay Pride, eru víða áberandi á Hinsegin dögum og þá ekki aðeins á malbikinu á Skólavörðustíg heldur einnig sem hárlitir og þannig stóð Magnea Sif Agnarsdóttir, hárgreiðslumeistari á Skugga, sveitt við í gær að setja sérblandaða Pride-liti í hár viðskiptavinar sem tekur hinsegin-stemninguna með trompi.

„Þegar viðskiptavinur biður um pride-hár þá fær hann pride-hár,“ segir Magnea sem segir algengt að fólk komi á stofuna og biðji um „eitthvert flipp“ í kringum Hinsegin daga.

„Þetta gerist alltaf af og til fyrir Gay Pride. Kannski ekki endilega nákvæmlega svona en núna þurfti ég að panta grunnlitina sérstaklega og blanda þá svo til,“ segir Magnea við Fréttablaðið en hún veit upp á hár hvað hún er að gera þegar litadýrð í hári er annars vegar.

„Ég er voða mikið í einhverjum svona flippuðum litum sem ég skil ekki alveg vegna þess að ég er elst á stofunni. Það kemur alltaf eitthvað æðislega skemmtilegt og óvænt í kringum þessa daga og það er náttúrlega voða gaman að gera eitthvað svona öðruvísi.“

Það er hins vegar meira en að segja það að setja liti regnbogans í hár. „Þetta er tímafrekt og svolítið prógramm. Ég var alveg orðin sveitt á bakinu við þetta og var farin að halda að ég væri komin á breytingaskeiðið. Þetta tekur svo langan tíma en þetta er skemmtilegt.“

Magnea segir liti sem þessa ekki varanlega en þeir eigi að haldast í hárinu í að minnsta kosti sex vikur þannig að þeir munu lifa hinsegin gleðina og gott betur.

En ætlar hárgreiðslumeistarinn að skella sér í gönguna og skoða litadýrðina á laugardaginn?

„Ætli maður kíki ekki. Ég á líka svo mikið af pride-vinum, eðilega enda fylgir það því svolítið þegar maður er búinn að vera lengi í hárgreiðslu og dansi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hin­segin dagar hefjast með málun regn­boga­litanna

Innlent

Heimilis­of­beldi meðal hin­segin fólks falið vanda­mál

Lífið

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

Auglýsing

Nýjast

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Auglýsing