Fram­halds­mynd af sí­gildu hrekkja­vöku­myndinni Hocus Pocus er væntan­leg á streymis­veituna Dis­n­ey plús á næsta ári. Lengi hefur verið beðið eftir fram­haldi af myndinni sem kom út árið 1993.

Það mun ef­laust gleðja að­dá­endur að aðal­leikarar fyrstu myndarinnar muni bregða sér í hlut­verk Sander­son systranna á ný. Leik­konan Bette Midler, sem fer með hlut­verk Wini­fred Sander­son í myndinni, stað­festi þessar fregnir á dögunum.

Sex and the City stjarnan Sarah Jessi­ca Parker og Kat­hy Naji­my munu einnig snúa aftur í göldr­ótt hlut­verk sín.

Samþykktu allar um leið

„Þau vilja gera mynd, þau spurðu hvort við höfðum á­huga og auð­vitað sögðum við allar já,“ sagði hin 74 ára gamla Midler, í sam­tali við Fox 5. „Ég er til, ég er al­ger­lega til,“ bætti Midler spennt við.

Hrekkja­vöku að­dá­endur geta því beðið spenntir eftir að Sander­son systurnar verða vaktar til lífsins á ný.