Leik­konan Flor­ence Pugh og leik­stjórinn Olivia Wild­e hnakk­rifust á setti við fram­leiðslu á myndinni Don‘t Worry Darling. Þessu greinir banda­ríski miðillinn Vulture frá.

Mikið drama hefur verið í kringum myndina, bæði við gerð og kynningu hennar. En fyrr í mánuðinum var Harry Sty­les sakaður um að hafa hrækt á sam­leikara sinn í myndinni, Chris Pine.

Vulture greinir frá því að Pugh og Wild­e hafi endað í, það sem þeir kalla, öskur­keppni. Öskrin á milli þeirra hafi leitt til þess að þær hafi báðar verið kallaðar á fund hjá æðsta ráða­manni Warner bros.

Eftir fundinn hafi farið af stað „langar sáttar­við­ræður“ til þess að sjá til að Pugh myndi taka þátt í kynningu myndarinnar, eitt­hvað sem hún hafði hótað að gera ekki.

Ljóst er að myndin mun vera ó­­­trú­­lega vin­­sæl ef marka má um­­talið sem hún er að fá á sam­­fé­lags­­miðlum. Þá er hægt að spyrja sig hvort allt ofan­­­greint drama hafi ein­fald­­lega verið góð markaðs­her­ferð.