Kynningar

HM-úr með vit og visku

Gilbert úrsmiður og JS Watch Company eiga heiðurinn af HM-úrinu World Cup MMXVIII sem var hannað í samvinnu við strákana í íslenska fótboltalandsliðinu. Úrið er fágætt, fagurt og felur í sér hjartfólgnar tilvísanir.

Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, var hvatamaður þess að JS Watch hannaði sérstakt HM-úr nú, líkt og gert var fyrir EM 2016. Hér stendur hann kampakátur með nýja HM-úrið ásamt Grímkeli Sigurþórssyni, Gilberti Ó. Guðjónssyni og Sigurði B. Gilbertssyni hjá JS Watch Co. Reykjavik.

Það var fyrirliðinn frækni, Aron Einar Gunnarsson, sem fyrir hönd strákanna í landsliðinu óskaði eftir að búin yrði til ný útgáfa af armbandsúri þegar ljóst var að Ísland yrði með í sjálfri úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi,“ upplýsir Grímkell Sigurþórsson, hönnuður hjá JS Watch co. Reykjavík.

JS Watch hannaði sérstakt EM-úr í samstarfi við strákana í landsliðinu árið 2016, með góðum árangri.

„EM-úrið var framleitt í hundrað númeruðum eintökum og seldist fljótt upp. Því framleiðum við HM-úrið í 300 númeruðum eintökum og er salan nú í fullum gangi,“ segir Grímkell um nýja HM-úrið sem hittir Íslendinga í hjartastað því það er smíðað með mörgum hjartfólgnum tilvísunum.

„Þegar við hönnuðum HM-úrið horfðum við til lítilla smáatriða sem tengjast landsliðinu. Þar má nefna tölurnar frá einum og upp í ellefu sem eru silfraðar og tákna leikmennina. Tólfan, eða tölustafurinn 12, er rauður og táknar áhorfendur eða stuðningsmenn landsliðsins; sum sé tólfta leikmanninn,“ útskýrir Grímkell um þá glæstu úrsmíði sem HM-úrið er.

„Við höfðum EM-úrið blátt sem tónaði við lit landsliðstreyjanna en HM-úrið er hvítt með bláum mínútustrikum upp í 45. mínútu. Síðustu fimmtán mínúturnar eru hins vegar afmarkaðar með rauðum strikum og á því svæði mínútuhringsins stendur „half time“, með vísun í leiktímann,“ útskýrir Grímkell.

Sekúnduvísir HM-úrsins er blár og í laginu eins og víkingaspjót.

„Á botni skífunnar er ritað „Fyrir Ísland“ og fyrir neðan miðju er nafn úrsins: World Cup MMXVIII. Þar snýr R-ið öfugt til marks um að keppnin fer fram í Rússlandi. Á bakhliðinni kemur fram nafn framleiðandans, nafn úrsins og tilvitnunin „Var það ekki“ til að minna á fagnaðarsöng landsliðsins eftir sigurleiki,“ upplýsir Grímkell.

Uppfyllir ströngustu kröfur

Fyrstu þrjátíu númer HM-úrsins eru frátekin fyrir landsliðshópinn. Úrin voru afhent íslensku leikmönnunum við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica áður en þeir lögðu af stað til Rússlands.

„HM-úrin frá JS Watch eru íslensk úrsmíð frá grunni,“ segir Grímkell. „Þau voru hönnuð á teikniborði JS í miðbæ Reykjavíkur og allir íhlutir voru sérframleiddir í sérhæfðum verksmiðjum í Sviss og Þýskalandi. Þá eru úrin sett saman hér heima undir ströngu gæðaeftirliti Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmíðameistara, sem nýtir áralanga þekkingu og reynslu sína af úrsmíði til að tryggja að hvert og eitt úr standist ströngustu kröfur. Frá upphafi hefur því verið leitast við að sameina glæsilega hönnun, gæði, fyrsta flokks úrverk og falleg armbönd,“ segir Grímkell og víst er að HM-úrið stenst kröfur.

„Vönduð úr eru munaðarvara og fylgihlutur sem bæði karlmenn og konur njóta þess að velja, bera og eiga.“

JS Watch co. Reykjavík er á Laugavegi 62. Sími 551 4100. Sjá nánar á jswatch.com.

Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu fengu draum sinn uppfylltan þegar þeim var afhent glæsilegt HM-úrið við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica áður en þeir lögðu af stað í keppnina til Rússlands.
Horft var til þýðingarmikilla smáatriða sem tengjast íslenska landsliðinu við hönnun HM-úrsins. Þar á meðal er sekúnduvísirinn eins og blátt víkingaspjót.
Tölustafirnir 1 til 11 eru silfraðir og tákna leikmenn landsliðsins en tölustafurinn 12 er rauður og táknar tólfta leikmanninn sem eru stuðningsmenn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Næring+ nýr drykkur frá MS

Kynningar

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Kynningar

Heillandi vetrarparadís í norðri

Auglýsing

Nýjast

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Partýbollur sem bregðast ekki

Auglýsing