Lífið

HM terta Evu

Þjóðhátíð Íslendinga hefst á laugardaginn þegar við hefjum leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Tilvalið tilefni fyrir gómsæta tertu.

Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran mælir með þessari girnilegu köku á laugardaginn þegar Ísland mætir Argentínu á HM í Rússlandi. Samsett mynd

Á laugardaginn mæta Íslendingar Argentínumönnum í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Það er sannkallað tilefni til að fagna og rétti tíminn til að gera vel við sig í mat og drykk. 

Matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran mælir með HM browine af því tilefni, eitthvað sem allir ættu að ráða við kakan er bæði fljótgerð og uppskriftin er einföld.

Áfram Ísland!

Þessi terta er sannkallað augnayndi. Aðsend mynd/Eva Laufey

HM Oreo brownie með vanillurjóma og berjum

 

170 g smjör

190 g súkkulaði

3 egg + 2 eggjarauður

160 g púðursykur

1 tsk lyftiduft

salt á hnífsoddi

1 msk kakó

3 msk kakó

160 g Oreo kexkökur

 

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. (blástur)Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita í potti.

Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós.

Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu við eggjablönduna og hrærið vel saman.

Bætið lyftidufti, salti, kakó,hveiti og smátt söxuðu Oreo út í deigið og blandið varlega saman með sleif.

Hellið deiginu í smurt form (ég notaði 20 cm ferkantað kökuform) og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana úr forminu. Berið fram með vanillurjóma og ferskum berjum (í fánalitunum auðvitað!)

 

Vanillurjómi

250 ml rjómi

2 msk sykur

2 tsk vanilla (vanilludropar eða sykur)

Fræ úr einni vanillustöng

 

Aðferð:

Setjið sykur, vanillu, fræin úr vanillustöng og rjóma í skál og þeytið þar til rjóminn er silkimjúkur.

Dreifið rjómanum yfir kökuna og skreytið hana með ferskum berjum.

 Matarblogg Evu má finna hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Krakkar í Vatna­skógi eru ekki neyddir í sturtu

Lífið

Frægar YouTube stjörnur veðja á Ísland

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Hunger Games stjarna út úr skápnum

Menning

Andið eðli­­­­lega hlaut HBO-á­horf­enda­verð­­­­launin

Lífið

Vinsæl vegasjoppa á tæpar 40 milljónir

Lífið

Eiginkonan kynnti hann fyrir Eurovision

Fólk

Yngsti jóga­kennari landsins lærði á YouTu­be

Menning

Bill Murray skemmtilegur en gat ekki sungið

Auglýsing