Fjöldi lagði leið sína á opnun HM við Hafnartorg á hádegi í dag þrátt fyrir rok og haustkulda. Í boði voru gjafabréf fyrir þá fyrstu sem mættu og er boðið upp á afslátt á milli tólf og tvö í dag.

HM verslanirnar eru þær fyrstu sem opna á Hafnartorgið, en um er að ræða fataverslun og húsgagnaverslum. Rúmlega tvö ár eru síðan bygging hófst við Hafnartorgið.