Lífið

Hlynur á Horninu syngur um Ellý og ástina

Hlynur Jakobs­­son hefur sent frá sér hljóm­­plötuna EP#3 á Spoti­­fy. Yrkis­efni og inn­blástur sækir hann í dag­­legt líf og á­hrifa frá hans heitt­elskuðu, náttúru­aflinu Ellý Ármans, gætir að sjálf­­sögðu í textunum.

Hlynur og Ellý eru ástfangin upp fyrir haus og textar hans bera þess sumir merki. Fréttablaðið/Samsett

Ég hef samið tónlist alla mína ævi hvort sem er fyrir mig eða aðra,“ segir Hlynur Jakobsson sem sendi frá sér fimm laga hljómplötu, EP#3, fyrir helgina. Útgáfan er stafræn og er meðal annars aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify.

Tónlistarferilinn hóf Hlynur á síðari hluta liðinnar aldar með hinni goðsagnarkenndu hljómsveit Sjálfsfróun. „Ég byrjaði á því að vera söngvari í Sjálfsfróun, æfði eitthvað með þeim og náði svo langt að halda eina tónleika með þeim,“ segir Jakob.

„Ég er líka búinn að vera plötusnúður síðan ég var þrettán ára og Daddi diskó höfum spilað mikið saman í gegnum tíðina og maður hefur bara spilað á öllum þessum stöðum.“ Þar fyrir utan hefur Hlynur einnig alla sína tíð verið viðloðandi fjölskyldufyrirtækið, veitingastaðinn Hornið sem Jakob, faðir hans, stofnaði fyrir rúmum fjörutíu árum.

Hlynur ásamt foreldrum sínum, Valgerði Jóhansdóttur og Jakobi H. Magnússyni, við fjölskylduveitingastaðinn Hornið. Fréttablaðið/Stefán

Þótt Sjálfsfróunarævintýrið hafi ekki verið langt hjá honum hélt hann áfram á eigin vegum, fór í tónlistarnám til Los Angeles en tónlist sína semur hann og tekur upp einn með sjálfum sér í hljóðveri. Og óhætt er að segja að hann sé þar í skapandi umhverfi.

 „Ég er núna úti á Granda þar sem Sigur Rós, Óli Arnalds og fleiri hafa komið sér fyrir. Umhverfið á Grandanum er skapandi og yndislegt bara.“

Náttúruaflið Ellý

„Lögin á plötunni átti ég mörg til en samdi textana fyrir stuttu, Mér finnst eins og lögin mín séu undirleikur við það sem mig langar að koma frá mér í orðum.  Textarnir spretta upp úr hlutum sem ég upplifi og geng í gegnum í lífinu. Þeir eru stútfullir af tilfinningum,,“ segir Hlynur

Hlynur og myndlistar- og spákonan Ellý Ármanns felldu nýlega hugi saman og ástin er á suðupunkti enda Ellý eins og óbeislað náttúruafl og áhrifa hennar gætir að sjálfsögðu á plötunni. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Fólk

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Auglýsing

Nýjast

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Auglýsing