Það styttist óð­fluga í nýja endur­gerð Dis­n­ey af Konungi Ljónanna en í nýrri aug­lýsingu fyrir myndina má heyra í þeim Donald Glover og Beyoncé syngja í fyrsta sinn saman.

Er að sjálf­sögðu þar um að ræða lagið Can You Feel The Love Tonight sem Elton John samdi fyrir upp­runa­legu myndina og er eitt af vin­sælustu kvik­mynda­lögum sögunnar. Mikil eftir­vænting ríkir fyrir myndinni, enda er hún stjörnum prýdd og fara auk Donald og Beyoncé, Chiwetel Ejoi­for, Billy Eichner, Seth Rogen, John Oli­ver og James Earl Jones með helstu hlut­verk í myndinni.

Myndin mun eins og sú fyrri fjalla um ástir og ör­lög nokkurra ljóna og bar­áttuna um konungs­sætið í Ljósu­klettum. Beyoncé og Donald Glover munu fara með hlut­verk Simba og Nölu í myndinni sem kemur út 17. júlí næst­komandi.