Hljóm­sveitin ABBA hefur til­kynnt um nýja plötu, sem er sú fyrsta í fjör­tíu ár. Platan heitir Voya­ger og kemur út fimmta nóvember næst­komandi.
Nú þegar hefur hljóm­sveitin gefið út tvö lög af plötunni sem er að­gengi­legar á helstu streymis­veitum.


Lögin heita I still have faith in you og Don‘t shut me down.


Þá hafa fjór­menningarnir einnig til­kynnt um tón­leika­röð í London sem ber sama heiti og platan, Voya­ge sem hefst í maí 2022.
Þau lofa upp­lifun tón­leikanna vera með öðru sniði en þekkist þar sem þau birtast í staf­rænni út­gáfu á sviðinu á­samt tíu manna hljóm­sveit og fara miðar í al­menna sölu þriðju­daginn 7. septem­ber.