Atriði Hlíðaskóla stóð uppi sem sigurvegari Skrekks 2019, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Atriðið bar titilinn It's Ok to be gay eða Það er í lagi að vera samkynhneigður upp á íslensku.

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar úrslitin voru tilkynnt en það var borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson sem kynnti úrslitaatriðið.

Hér að neðan má sjá nemendur Hlíðaskóla dansa og fagna með strákunum í Club Dub:

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Keppnin var haldin í Borgarleikhúsinu í kvöld þar sem átta grunnskólar kepptu til úrslita; Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli. Þeir höfðu áður farið í gegnum undanúrslitakvöld þar sem 24 skólar tóku þátt.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Nemendur Árbæjarskóla höfnuðu í öðru sæti keppninnar og nemendur Hagaskóla í því þriðja.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Dómnefnd kvöldsins skipuðu Elísabet Indra Ragnarsdóttir, fulltrúi Hörpu tónlistarhúss, Halla Björg Randversdóttir, fulltrúi Borgarleikhúss, Gréta Kristín Ómarsdóttir, fulltrúi Þjóðleikhúss, Lóa Kolbrá Friðriksdóttir, fulltrúi Íslenska dansflokksins og Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri listfræðslu sjá Skóla og frístundasviðs.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari