Annað undan­úr­slita­kvöld Skrekks, hæfi­leika­há­tíðar skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­víkur, fór fram í kvöld í Borgar­leik­húsinu. Hlíða­skóli og Lang­holts­skóli halda á­fram í úr­slit, að því er segir í til­kynningu.

Sex grunn­skólar í Reykja­vík stigu á svið í kvöld en það voru Fella­skóli, Víkur­skóli, Öldu­sels­skóli, Haga­skóli, Hlíða­skóli og Lang­holts­skóli.

Í kvöld komust Hlíða­skóli með at­riðið Beirútin mín og Lang­holts­skóli með at­riðið Boð­orðin 10 á­fram í úr­slit.

Á­tján grunn­skólar taka þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úr­slita þann 15. mars. Undan­úr­slita­kvöldin verða sýnd í vef­út­sendingu á UngRÚV en úr­slita­kvöldið verður í beinni sjón­varps­út­sendingu á RÚV.

Um 400 ung­lingar taka þátt í á frum­sömdum at­riðum sinna skóla og spreyta sig í leik­list, söng, dansi, hljóð­færa­leik, búninga­hönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðs­vinnu.

Dóm­nefnd í undan­úr­slitum skipa þau Logi Pedro Stefáns­son tón­listar­maður, Sigurður Andrean Sigur­geirs­son dansari, Rakel Björk Björns­dóttir leik­kona, Bryn­dís Gunn­laugs­dóttir frá Ung­menna­ráði Sam­fés og Sif Gunnars­dóttir, for­maður dóm­nefndar.

Fréttablaðið/Aðsend