Hlauparar gátu valið um þrjár vegalengdir, 50 km, 26 km og 7 km. ,,Hugmyndin að hlaupinu fæddist hjá starfsmönnum Póstsins sem langaði að halda skemmtilegan og heilsusamlegan viðburð úti á landi og styrkja gott málefni. Auk þess varð Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, fimmtug á árinu og langaði að hlaupa 50 kílómetra þannig þetta var slegið. Við ákváðum að tengja þetta við sögu Póstflutninga og hlaupa þaðan sem landpóstar hittust alltaf fyrr á öldum og inn í Búðardal," segir Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Póstinum og hlaupastjóri Pósthlaupsins.

Alls tóku um 80 manns þátt og þar af voru tíu sem tóku þátt í 50 kílómetra hlaupinu. Jósep Magnússon kom fyrst­ur í mark í 50 kílómetra hlaupinu, en hann hljóp á 3 klukkustundum og 50 mínútum. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, var eina konan sem hljóp 50 kílómetra og hljóp á 5 klukkustundum og 42 mínútum.

Auk Póstsins stóðu björgunarsveitin Ósk og Ungmennafélagið Ólafur Pá einnig fyrir hlaupinu. Þau ásamt fólki úr sveitinni sáu meðal annars um brautargæslu, drykkjarstöðvar, veitingar og annað. Það var boðið uppá súpu, mysu og ís úr héraðinu sem vakti mikla lukku. Allur ágóði af hlaupinu rann svo til björgunarsveitarinnar og ungmennafélagsins.

,,Við erum himinlifandi með það hvað fyrsta Pósthlaupið tókst vel til og hvað þátttakan var góð miðað við fyrsta hlaup. Veðrið var líka með okkur í liði og við stefnum svo sannarlega að endurtaka leikinn á næsta ári," segir Ragnar.

Posthlaupid2022-15.jpg

Úrslit í Pósthlaupinu

7 km.

1.Breki Blöndal

2.Arnar Másson

3.Dagur Tjörvi Arnarsson

1.Berglind Sigurðardóttir

2.Erla Jörundsdóttir

3.Lilja Gísladóttir

26 km.

1.Reimar Marteinsson

2.Almar Viðarsson

3.Birkir Þór Stefánsson

1.Mari Jaersk

2.Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir

3.Sara Ólafsdóttir

50 km.

Jósep Magnússon

Sigurður Kiernan

Ingi Rúnar Árnason

Þórhildur Ólöf Helgadóttir

Hér má sjá myndir frá Pósthlaupinu sem var í raun eftir gamalli póstleið og náttúruna var stórfengleg alla leið.

Posthlaupid2022-16.jpg

Posthlaupid2022-23.jpg

Posthlaupid2022-19.jpg

Posthlaupid2022-18.jpg