Hjúkrunar­fræðingum og öðru starfsfólki á bráða­mótt­töku Land­spítalans í Foss­vogi barst heldur betur ó­væntur glaðningur í kvöld þegar þeir voru gladdir með sushi-veislu frá Osushi um kvöld­matar­leytið.

Þetta kemur fram á Insta­gram síðu Hjúkrunar­ráðs Land­spítalans í kvöld. Líkt og al­þjóð veit mæðir mikið á heil­brigðis­starfs­fólki landsins um þessar mundir vegna CO­VID-19 far­aldursins.

„Kom færandi hendi með sushi fyrir starfs­fólk bráða­mót­tökunnar í Foss­vogi,“ stendur ein­fald­lega skrifað á Insta­gram síðunni hjá hjúkrunar­fræðingunum.

Fréttablaðið/Skjáskot