Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay Sport á Íslandi og eigandi hlaðvarpsins Dr. Football birti mynd af sér ásamt Erling Braut Haaland, leikmanni Manchester City á samfélagsmiðlum í gær.

Undir myndina skrifar Hjörvar, On loan þar sem hann var klæddur liðstreyju city. En Hjörvar var á leik Manchester City og Manchester United á Ethihad vellinum, heimavelli Manchester City í gær. Manchester City vann með þriggja marka mun, 6-3.

Hjörvar datt svo sannarlega í lukkupottinn en hann fékk einnig áritaða treyjuna sína af kappanum.

Mynd/Skjáskot