Hjalti Vignisson eigandi hamborgarastaðarins 2Guys kynnir til leiks dýrasta hamborga Íslandssögunnar.

Um er að ræða svokallaðan góðgerðarborgara sem ber nafnið Jay-Z og rennur allur ágóði borgarans í góðgerðarmálefni sem viðskiptavinurinn velur.

„Tilgangurinn var að búa til dýrasta borgara sem sést hefur á matseðli hér á landi og láta gott að sé leiða í leiðinni,“ skrifar Hjalti um málið á samfélagmiðlum.

Hamborgarinn samanstendur af:

Wagyu A5+ ribeye

Djúpsteiktur kóngakrabbi

24 karata gullhúðað kampavínsbrauð, sérbakaða af Henry hjá Reyni bakara

Hráskinka

Whiskey gljái úr taðreyktu íslensku Flóka whiskey

Logi, handgerður reyktur íslenskur cheddar frá Ostakjallaranum

Salat frá Vaxa

Pikklaður tómatur

Bollinger kampavínsflaska

Hver pöntun þar að berast að lágmarki með tveggja daga fyrirvara og kostar 59.900 krónur.