Hljóm­sveitin Hjálmar og Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, gáfu nú í morgun út nýtt lag í sam­starfi.

Lagið er samið við ljóð Kára, Kona í appel­sínu­gulum kjól. Í mynd­bandinu við lagið sem er hér að neðan og sem birtist á Youtu­be í morgun má sjá vísinda­manninn ein­lægan stara í mynda­vélina.

„Við höfum í gegnum tíðina farið í sam­starf með hinum ýmsu lista­mönnum, eins og t.d. Prins Póló, Mugi­son, Jimi Tenor og Er­lend Oye. Að þessu sinni er það vísinda­maðurinn og ljóð­skáldið Kári Stefáns­son. Þor­steinn Einars­son samdi lag við ljóð Kára, Kona í appel­sínu­gulum kjól.“