Lífið

Hirð­tónar mæta bað­stofu­tónum

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari er meðal flytjenda á Sönghátíð í Hafnarborg. Sogaðist að barokktónlist.

„Ég held að mér hafi bara þótt hún skemmtileg. Ég fór að sérhæfa mig í henni þegar ég var í tónlistarnámi í París. Ég sogaðist að henni eins og fiskifluga að signum fiski,“ segir Steinunn um áhugann á barokktónlist. Fréttablaðið/Auðunn

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari er í hópi þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Sönghátíð í Hafnarborg. Hátíðin hefst í dag, 7. júlí, og stendur til 15. júlí. Sjö tónleikar verða á hátíðinni þar sem fjörutíu tónlistarmenn koma fram og fimm námskeið verða haldin. Dagskrána má sjá á songhatid.is.

Steinunn mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni og Björk Níelsdóttur koma fram á tónleikunum Baðstofubarokk miðvikudaginn 11. júlí. Þar munu þau sameina kvöldvökur baðstofanna og tónlistarflutning evrópskrar hirðmenningar með söng og leik á langspil og barokkselló.

Barón Þórarins

„Það er meiri baðstofutónn í þessu en hirðtónn,“ segir Steinunn. „Eyjólfur hafði lesið Baróninn eftir Þórarin Eldjárn og þar er lýsing á því þegar barón spilar á selló hjá Reykvíkingum á 19. öld. Eyjólfur fór að velta fyrir sér hvernig það hefði verið ef einhver hefði komið með selló inn í baðstofuna og bóndinn eða bóndakonan farið að spila með á langspilið sitt. Þetta er útfærsla á þeirri hugmynd. Ég spila á barokkselló, Eyjólfur og Björk spila á langspil og öll syngjum við meira og minna.“

Lögin sem flutt verða eru blanda af gömlum lögum og frumsömdum. „Það má kalla þetta ný-þjóðlagatónlist,“ segir Steinunn. „Við höfum öll verið að semja okkar eigin lög við ljóð eftir Pál Ólafsson, Eggert Ólafsson, sjálfa mig og fleiri, sem við flytjum á tónleikunum. Svo erum við með útsetningar á fimm sönglögum eftir Jórunni Viðar en sum sönglaga hennar eru með þjóðlegum tóni. Jórunn samdi lögin með píanóundirleik en við höfum útsett þau á langspil og selló.“

Hugar að bók

Steinunn hefur leikið á selló frá fjögurra ára aldri. Hún býr í Frakklandi og leikur með barokkhópum og hljómsveitum þar í landi. Hún er spurð hvað henni þyki svo heillandi við barokktónlist. „Ég held að mér hafi bara þótt hún skemmtileg. Ég fór að sérhæfa mig í henni þegar ég var í tónlistarnámi í París. Ég sogaðist að henni eins og fiskifluga að signum fiski,“ segir hún. „Í tónlistarheiminum er barokkdeildin orðin nokkuð stór, þannig að hún

hrífur greinilega nútímamanninn á einhvern hátt.“

Steinunn er ekki einungis tónlistarkona því hún hefur fengist þó nokkuð við að yrkja. Hún hefur sent frá sér eina ljóðabók, USS, sem kom út árið 2016. Hún segir að það brenni á sér að gefa út aðra bók. Steinunn kemur reglulega til Íslands og segir: „Ég er heimakær en ég hef ekki komið mér að því almennilega að flytja heim, þótt ég sé alltaf að velta mér upp úr því hvað mig langi mikið til þess. Frekar skrýtið háttalag!“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Tíska

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Lífið

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Auglýsing

Nýjast

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Hin myrka hlið ástarinnar

Pottaplöntuæði runnið á landsmenn

Auglýsing