Fannar Ingi Frið­jóns­son, með­limur sveitarinnar, segist hafa sótt há­tíðina í fyrsta sinn árið 2013. „Áður en ég fór fyrst hafði ég ekki miklar mætur á þessari há­tíð. Ein­fald­lega vegna þess að ég var svo mikill Inni­púka­maður um verslunar­manna­helgina,“ segir Fannar og vísar í tón­listar­há­tíðina Inni­púkann sem haldin er í mið­borg Reykja­víkur.

„Svo á­kváðum við fé­lagarnir að skella okkur árið 2013 og þá fór ég í fyrsta sinn. Síðan þá hef ég dýrkað þessa há­tíð.“

Fannar Ingi segist hafa verið svo­lítið feiminn og hræddur við dalinn, og of mikil pjatt­rófa til að vera í tjaldi. „En þegar maður kynnist þessu er þetta bara snilld út í gegn og okkur finnst lang­best að tjalda í dalnum, fyrir aftan Rauðu mylluna,“ segir hann.

Að sögn Fannars Inga er spila­mennska á Þjóð­há­tíð gamall draumur. „Veturinn 2019 setti ég mér bara mark­mið að spila á Þjóð­há­tíð. Þetta er stærsta og fal­legasta venu­e sem maður kemst í á Ís­landi.“

Tón­leikarnir í Vest­manna­eyjum eru síðustu tón­leikar sveitarinnar áður en Fannar Ingi flytur til Dan­merkur. „Það er gaman að fá tæki­færi til að loka sumrinu með stæl, sér­stak­lega eftir síðustu tvö ár,“ segir hann.

„Kærastan mín er að klára nám í markaðs­fræði í Dan­mörku og ég ætla að njóta þess að vera með henni. En ég ætla að halda tón­leika í Dan­mörku í vetur, það er planið.“