Kristín býr með Helga syni sínum, kettinum Skottu og hundinum Arabíu, í Vesturbænum. Snædís dóttir hennar er nýf lutt til London í nám. „Það hefur auðvitað mikil áhrif á fjölskyldulífið, þar sem við höfum alltaf verið mjög samrýmd öll þrjú. Sérstaklega eru það góðar fjölskyldustundir þegar ég er að dunda mér í eldhúsinu og þau sitja á móti mér við eldhúseyjuna, stundum að elda með mér en stundum að sinna sínu. Eftir að Snædís fór út höfum við haldið þeim sið með því að nota myndsímtöl. Þá getum við spjallað saman þegar ég elda og yfir kvöldmatnum. Mér finnst svakalega gott og afslappandi að leika mér í eldhúsinu og nýt þess að koma heim eftir vinnudaginn á LEX lögmannsstofu og elda,“ segir Kristín. „Ég hef voða gaman af því að elda súpur á haustin þegar það fer að kólna í veðri og baka brauð. Finnst það eitthvað svo hlýlegt og tilheyrandi.“

Ertu til í að deila með okkur þínum uppáhaldshaustréttum?

„Mér finnst tilheyrandi að elda rótargrænmeti á haustin, sérstaklega þegar maður fær glænýtt íslenskt grænmeti. Grunnurinn að súpunni eru gulrætur, kartöf lur og rófur. Ég er með lítinn matjurtagarð bak við hús. Ég rækta þar grænkál, salat, spínat, rabarbara, skessujurt og kryddjurtir. Svo rækta ég graslauk og jarðarber á svölunum. Grænkálspestóið er einmitt úr heimaræktuðu grænkáli og rjómaosturinn er kryddaður með graslauk af svölunum. Heimabökuðu beyglurnar eru svo algjört sælgæti með rjómaostinum.“

Haustsúpa sem er stútfull af vítamínum og með alls konar grænmeti.

Haustsúpa úr íslenskri uppskeru

Uppskriftin er stór og venjulega frysti ég hluta í nokkrum skömmtum.

2 blaðlaukar

4 gulrætur

2 kúrbítar

2 eggaldin

2 bufftómatar

2 kartöflur

1 rófa

4 ½ bolli af grænmetis- eða kjúklingasoði

2 msk. ólífuolía

2 msk. fersk basilíka

2 msk. sítrónusafi

Salt og pipar

Skerið laukinn smátt, annað grænmeti í grófa bita og setjið í ofnskúffu. Blandið saman ólífuolíu og vel af salti og pipar og nuddið á grænmetið. Hellið um hálfum bolla af soðinu yfir. Bakið í ofni við 200°C í 40 mínútur en fylgist með og snúið við svo grænmetið bakist jafnt. Maukið grænmetið í blandara, í nokkrum skömmtum, með hluta af kjúklingasoðinu og setjið í stóran pott. Bætið afganginum af kjúklingasoðinu út í pottinn ásamt smátt skorinni ferskri basilíku og sítrónusafa. Þynnið með vatni ef súpan er of þykk. Kryddið eftir smekk. Gott er að toppa súpuna á disknum með 1 msk. af rauðu pestói.

Kristín bakar þessar beyglur og gefur hér mjög auðvelda uppskrift af þeim og pestói.

Rautt pestó

½ bolli af góðum, sólþurrkuðum tómötum

2 msk. ólífuolía

2 msk. furuhnetur

2 msk. fersk basilíka

salt og pipar

Allt sett í blandara og maukað þar til góðri áferð er náð.

Grænkálspestó

12 grænkálsblöð, stilkur skorinn frá

1/3 bolli pistasíuhnetukjarnar

1 hvítlauksrif

2-3 msk. ólífuolía

50 g parmesan

Setjið grænkálið í sjóðandi vatn og látið sjóða í 30 sekúndur. Kálið verður svo fallega grænt við suðuna. Kælið grænkálið og kreistið vatnið frá. Allt sett í blandara og maukað þar til góðri áferð er náð.

Rjómaostur með ferskum kryddjurtum

1 l nýmjólk

2 msk. sítrónusafi

Salt

Ferskar kryddjurtir

Hitið mjólkina að suðu, lækkið hitann, bætið sítrónusafa út í og hrærið stöðugt í. Eftir stutta stund fer mjólkin að skilja sig. Takið af hitanum og kælið. Leggið fína grisju eða eldhúspappír yfir sigti og setjið sigtið yfir skál. Hellið blöndunni í og látið standa í 30-60 mínútur. Setjið ostinn í skál og kryddið hann með salti og ferskum kryddjurtum. Ef osturinn er kornóttur, þegar hann kemur úr sigtinu, má skella honum í matvinnsluvél áður en hann er kryddaður.

Beyglur – ótrúlega einföld uppskrift

2 tsk. þurrger

½ tsk. sykur

½ bolli vatn

1 og 2/3 bolli hveiti

½ tsk. salt

1 msk. sykur

2 msk. mjúkt smjör

1 tsk. matarsódi

1 egg fræ að eigin vali

Hitið ofninn í 200°C. Blandið geri, sykri og vatni saman. Látið standa í stutta stund. Setjið öll þurrefnin í skál, blandið gerblöndunni og smjörinu við og hnoðið vel. Bætið við smá hveiti ef deigið er of blautt. Látið hefast í 40 mínútur. Skiptið deiginu í sex jafna bita. Mótið hringi úr hverjum bita, ég geri fyrst kúlu og svo gat með fingrinum. Látið hefast aftur í 15 mínútur. Sjóðið vatn og látið 1 tsk. af matarsóda út í. Notið gataspaða og dýfið einni beyglu í einu ofan í sjóðandi vatnið í um 15 sekúndur. Penslið beyglurnar með eggi og toppið með fræjum. Færið yfir á bökunarplötu og bakið í 15 mínútur.