Lífið

Hin eina sanna Thompson

Khloe Kardashian er búin að nefna afkvæmið.

Khloe og systir hennar Kourtney á meðan True var enn inni í kviði móður sinnar.

Athafnakonan, samfélagsmiðlastjarnan og líkamsræktarfrömuðurinn Khloe Kardashian eignaðist frumburð sinn á dögunum. Frumburðurinn er lítil stúlka sem Khloe eignaðist með kærasta sínum, körfuboltamanninum Tristan Thompson. Þau skötuhjú hafa ekki siglt lygnan sjó en heimildir herma að Tristan hafi haldið framhjá ástkonu sinni, rétt fyrir fæðingu þeirrar stuttu.  

Parið virðist þó vera í skýjunum með erfingjann, í það minnsta ef marka má samfélagsmiðla og fjölmiðla vestanhafs.

Hvorki Khloe né Tristan hafa deilt mynd af stúlkunni, en Khloe upplýsti alþjóð í kvöld um nafn stúlkunnar. Nafnið er heldur óvenjulegt, en þær systur eru heldur ekki vanar að fara troðnar slóðir í nafngiftum afkvæma sinna. Stúlkan litla heitir hvorki meira né minna en True, sem þýðir Sönn á góðri íslensku.

Líkt og fyrr segir eru systkinin í Kardashian-Jenner fjölskyldunni fremur frumleg þegar kemur að nafngiftum barna sinna. 

Elsta systirin Kourtney er líklega sú sem hefur nefnt börnin sín hvað hefðbundnustu nöfnin. Hún á börnin Mason, Penelope og Reign

Kim Kardasian er heldur frumlegri í nafngiftum en hún á börnin North, Saint og Chicago. 

Bróðirinn Robert Kardashian yngri á dótturina Dream, eða Draumur. 

Þá á sú yngsta, Kylie Jenner, dótturina Stormi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Framandi og kunnug­legt í bland í Skeifunni

Fólk

Ferskt og gott salat

Lífið

Séra Davíð Þór pönkast á Piu í svína­stíu

Auglýsing

Nýjast

Harðkjarni og hiphop í portinu á Prikinu

Sætt og svalandi

Riðu berbakt í sveitinni

Vin­konur sem hafa fylgst að í tölvu­leikja­bransa í tólf ár

Dagur B. glímir við veikindi

Átta daga sumar­búðir fyrir verðandi mæður

Auglýsing