Á síðasta ári sló himneska salatið, Salat a la Kaja, hennar Kaju í gegn. Sælkerarnir sem hafa notið þessa salats segja að það sem einkenni salatið er upplifunin við að borða það sé að hver munnbiti einkennist af nýju og nýju bragði. Bragð sem kemur skemmtilega á óvart sérstaklega þar sem þetta er salat. „Við notum lífræn hráefni og svo íslenskt ef við náum ekki í lífræn,“segir Kaja og mjög ánægð með útkomuna. Kaja deilir hér með lesendum uppskriftinni af þessu dásamlega salati sem er kærkomið að njóta á nýju ári. Vert er að segja frá því að hægt er að fá salatið í Matarbúr Kaju í „take away“. Þetta er salat sem enginn má láta framhjá sér fara að njóta.

FBL Himneska salatið hennar Kaju jan 2022.jpg

Himneska salatið hennar Kaju

Fræ- og hnetublanda

100 g sólblómafræ

100 g kasjúhnetubrot

Tamarisósa

Byrjið á því að setja fræ- og hnetublönduna í skál og hellið síðan tamarisósunni yfir svo blandan nái að draga í sig vökvan. Látið standa í um það bil 10 mínútur. Takið síðan blöndunni úr vökvanum og setjið á bökunarplötu smjörpappír undir. Bakið blönduna á blæstri í um það bil 10 mínútur við 155°C gráðu hita í ofni eða þar til að blandan er orðin þurr og stökk.

Hummus

1 krukka soðnar kjúklingabaunir

1dl ólífuolía

3 msk. tahini

1 pressað hvítlauksrif

1 tsk. sítrónusafi

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél, mögulega þarf að bæta við ólífuolíu. Geymist í kæli í allt að viku.

Fagur græn dressing

100 ml lífræn ólífuolía

20 g kasjúhnetur

1 pressað hvítlauksrif

1 tsk. sítrónusafi

30 til 50 g af klettasalati

Setjið allt hráefnið er sett í blandara. Athugið að það þarf mögulega þarf að bæta ólífuolíu við. Geymist í kæli.

Salat a la Kaja

Samsetning á salatinu sett í skál

Blandað Lambhaga salat 1 lúka

lífrænt klettasalat um það bil 10-20 g

Eco spírur

dass af blaðlauks-, radísu-, brokkólí- og alfa alfa spírum

rauðlaukur skorin í sneiðar eftir smekk

tómatsneiðar eftir smekk

dass af döðlubitum eftir smekk

1,5 msk. af hummus

2 msk. af fræ- og hnetublöndu

salatdressing eftir smekk

svört sesamfræ til skrauts en þau eru mjög magnesíum rík

Njótið vel.