Hilmir Snær Guðnason leikari og Bryndís Jónsdóttir, móttöku og þjónustufulltrúi á Listasafni Íslands eru skilin. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Parið gifti sig þann 10. júlí 2010 og eiga saman eina dóttur. Þá á Hilmir aðra dóttur.

Hilmir hefur gert það gott í leiklistarheiminum hvort sem það er á fjölum leikhúsanna eða á hvíta tjaldinu.

Hann átti sem dæmi stórleik í grínmyndunum Síðasta veiðiferðin og Allra síðasta veiðiferðin sem slógu rækilega í gegn.

Auk þess hefur Hilmir hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna á sviði leiklistarinnar. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Dýrið sem hlaut fjölda verðlauna á Edduverðlaunum í síðasta mánuði.

Lífið á Fréttablaðinu óskar parinu velfarnaðar á þessu tímamótum.