Hilmar Foss á safn margvíslegra muna í Garði. Í gær tók hann við 5,4 tonna Rolls Royce RB-211 þotuhreyfil sem hann fékk í skiptum fyrir mótorhjól.

Slíkir hreyflar voru fyrst notaðir á Lockheed Tristar breiðþotur. Af 250 smíðuðum er aðeins ein slík vé fljúgandi í dag og er notuð til þess að koma gervihnöttum á sporbaug.

„Ef svona hreyfill væri tengdur við rafal gæti hann séð Reykjanesi fyrir rafmagni,“ segir Hilmar.