„Það er gaman að segja frá því að þú ert fyrrverandi leigusalinn minn,“ segir Gunnar Anton í viðtalinu. „Sem er skemmtilegt að segja frá út af því að mig langaði að þakka þér kærlega fyrir. Vegna þess að þegar ég fór í nám erlendis, í kvikmyndanám til Tékklands, þá lækkaðir þú leiguna hjá barnsmóður minni á þeim tíma til að hjálpa mér,“ segir hann.

„Mér finnst bara að áhorfendur ættu að vita af því hvað þú ert frábær.“

Hilmar svarar hógvær að venju. „Mín var ánægjan. Svona koma hlutirnir til manns í skemmtilegri mynd síðar.“

Hilmar ræddi einnig nýjustu mynd sína, Á ferð með mömmu, sem er frumsýnd þann 24. febrúar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í kvikmyndaþættinum Bíóbænum sem er á dagskrá Hringbrautar miðvikudagskvöldið 22. febrúar klukkan 19.30.

Gunnar Anton Guðmundsson lærði kvikmyndagerð í Tékklandi. Á þeim tíma var Hilmar Oddsson leigusali Gunnars Antons.
Skjáskot/Bíóbærinn