Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og forsetafrú Bandaríkjanna, mælir með bókinni Sprakkar eftir Elizu Reid, sagnfræðing, rithöfund og forsetafrú Íslands.

Bókin sem heitir á ensku Secrets of the sprakkar: Iceland's extraordinary women and how they are changing the world, kom út á íslensku síðasta haust í þýðingu Magneu Matthíasdóttur.

Í bókinni fjallar Eliza um margvísleg mál sem snúa að lífi og störfum kvenna á Íslandi. Hún ræðir við konur á ólíkum sviðum þjóðlífsins sem hafa frá mörgu að segja og koma víða við í spjalli um stöðu kynjanna, atvinnulífið, móðurhlutverkið og ótalmargt fleira. Brugðið er upp litríkri mynd af íslensku nútímasamfélagi, kostum þess og göllum, og rýnt í það sem enn er óunnið í jafnréttismálum.

Hillary gefur bókinni sín bestu meðmæli.

„Sprakkar er hugnæm bók sem veitir lesendum innsýn í heim þar sem kynjajafnrétti er gert hærra undir höfði og sýnir hvers vegna við viljum stuðla að því. Ísland er að gera margt til að jafna aðstöðumun en sem dæmi má nefna fæðingarorlof, ummönnun barna á viðráðanlegu verði, og víðtækur stuðningur við jafnrétti kynjanna sem grunngildi,“ skrifar Clinton.

„Reid fer með okkur í leiðangur um þessa heillandi eyju og rýnir í helstu raunir og sigra þessarrar þjóðar í leið sinni í átt að kynjajafnrétti.“