Tónlistarhjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson eiga von á sínu fjórða barni saman í sumar. Fyrir eiga þau tvo stráka, fimmtán og tólf ára og sex ára stelpu.

Hildur Vala tilkynnti gleðifréttirnar á Facebook fyrr í dag.

„Ævintýrin gerast enn! Þessi þrjú eru mjög spennt fyrir litlu systkini í sumar og það ríkir gleði og hamingja hér á bæ," skrifar Hildur Vala.

Ævintýrin gerast enn! Þessi þrjú eru mjög spennt fyrir litlu systkini í sumar og það ríkir mikil gleði og hamingja hér á bæ.

Posted by Hildur Vala on Tuesday, 23 February 2021

Hildur Vala vakti mikla athygli í annarri þáttaröðinni af Idol-stjörnuleit árið 2005 þar sem hún fór með sigur úr býtum. Hildur og Jón féllu fyrir hvort öðru við tökur á þættinum en Jón var gestadómari í annarrri þáttaröðinni. Samband þeirra vakti athygli á sínum tíma en töluverður aldursmunur er á parinu. Hún er fædd árið 1982 en hann árið 1963.

Hjónin hafa haldið tónleika saman og verið dugleg að semja tónlist í gegnum tíðina.