Tón­skáldið Hildur Ingveldar­dóttir Guðna­dóttir er einn af nýjustu með­limum akademíu Óskars­verð­launanna en Hildur til­kynnti þetta í Twitter færslu þar sem hún þakkar kær­lega fyrir sig. Með­limir í akademíunni kjósa þá lista­menn sem til­nefndir eru til Óskars­verð­launa.

Hildur hefur undan­farin ár vakið mikla at­hygli innan Hollywood en hún samdi meðal annars seinast tón­listina fyrir þátta­röðina Cher­n­obyl úr smiðju HBO sem vakti heims­at­hygli. Þá hefur hún einnig samið tón­list fyrir kvik­myndir eins og Si­cario: Day of the Solda­do og mun koma til með að eiga tón­listina í myndinni Joker, sem kemur út síðar í ár og skartar Joaquin Phoenix í aðal­hlut­verki.

Ljóst er að um ein­stakan heiður er að ræða en að þessu sinni var 28 ein­stak­lingum sem við­riðnir eru tón­listar­gerð boðnir í akademíuna. Listinn var til­kynntur þann 1. júlí síðast­liðinn og var alls 842 nýjum með­limum boðið.

Í frétt Varie­ty kemur fram að auk Hildar eru meðal nýrra með­lima engir aðrir en Lady Gaga og Adele. Þá eru Ludwig Gorans­son, Mark Ron­son og Andrew Wyatt einnig þar á meðal.