Leikarinn Aron Már Ólafsson, einnig þekktur sem Aron Mola og unnusta hans Hildur Skúladóttir eiga von á öðrum dreng. Frá þessu greindu þau á Instagram í dag en Hildur útskrifaðist í dag sem sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Drengurinn er væntanlegur í heiminn í október en fyrir eiga þau Hildur og Aron drenginn Birni Blæ, þriggja ára.