Hildur Guðna­dóttir hlaut fyrr í dag Nor­rænu tón­listar­verð­launin, Nor­dic Music Prize, en á­samt Hildi voru Cell7 (Ragna Kjartans­dóttir) og Coun­tess Mala­ise (Dýr­finna Benita), til­nefndar til verð­launanna. Stofnað var til verð­launanna fyrir tíu árum og eru þau undir hatti by:Larm tón­listar­há­tíðinni í Osló.

„Stemningin var bara frá­bær,“ segir Arnar Eggert Thor­odd­sen, að­junkt við Há­skóla Ís­lands, í sam­tali við Frétta­blaðið en hann sat í dóm­nefndinni fyrir hönd Ís­lands. „Við hittumst hérna bak­sviðs, ég, Hildur, Cell7, og Coun­tess, og þetta er bara geð­veik stemning hjá okkur Ís­lendingunum. Þetta er bara eins og að vinna ein­hvern hand­bolta­leik.“

Annað skipti sem Íslendingur vinnur

Frá því að verð­launin voru fyrst af­hent 2010 hafa Ís­lendingar einu sinni áður unnið til verð­launanna en það var Jónsi með plötuna Go sem vann verð­launin í fyrsta skiptið. Alls voru tólf til­nefndir í ár en það var tón­list Hildar úr sjón­varps­þáttunum Cher­n­obyl sem hreppti að lokum verð­launin.

„Þetta er alveg sæmi­lega stórt dæmi hérna á Norður­löndunum og Hildur mætir, á­samt Cell7 og Coun­tess Mala­ise, og bara vinnur,“ segir Arnar en hann verður á­fram á há­tíðinni í Osló fram á laugar­dag. „Ís­lendingar voru með þrjá til­nefnda, Svíar voru bara með tvo. Svo voru þetta allt konur, þetta er bara geð­veikt power og maður er bara svo rosa­lega stoltur og hamingju­samur út af þessu öllu saman.“