Banda­ríska Óskars­verð­launa­leik­konan Hilary Swank á von á tví­burum. Swank, sem er fædd í júlí 1974 og er því 48 ára, deildi þessum gleði­tíðindum í þættinum Good Morning America í morgun.

Barn­eignir hafa lengi verið á dag­skránni hjá þessari frá­bæru leik­konu en árið 2006 lýsti hún því yfir í við­tali við Peop­le að hana langaði að eignast börn. Tví­burarnir sem væntan­legir eru í heiminn á nýju ári verða fyrstu börn hennar. Hilary og eigin­maður hennar, Philip Schneider, gengu í hjóna­band árið 2018.

Ekki liggur fyrir hvort hún gangi sjálf með börnin eða hvort stað­göngu­móðir gangi með þau fyrir hana.

Hilary Swank hefur um langt skeið verið ein öflugasta leik­kona Hollywood. Hún hlaut Óskars­verð­launin sem besta leik­kona í aðal­hlut­verki árin 2000 og 2005 fyrir myndirnar Boys Don‘t Cry og Milli­on Dollar Baby.