Nicola Salerno er höfundur eins vinsælasta dægurlags íslensku þjóðarinnar þrátt fyrir að fáir þekki hann. Gigliola Cinquetti stígur á svið á Eurovision í kvöld og flytur Non Ho L'étà og sigraði Eurovision fyrir hönd Ítalíu árið 1964.

Lagið sem um ræðir er Íslendingum betur þekkt sem Heyr mína bæn, sem Ellý Vilhjálms gerði frægt á Íslandi.

Það verða vafalaust ófáir sem syngja með heima í stofu, og fyrir þá sem vilja gera það af innlifun, þá er hér textinn hans Ólafs Gauks Þórallssonar.

Heyr mína bær, mildasti blær.

Berðu kveðju mína yfir höf.
Syngdu honum saknaðarljóð.
Vanga hans blítt vermir þú sólmjúkum vörum,
kysstu hans brá.
Ástarorð hvísla mér frá.
Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóðalag,
flytjið honum í indælum óði ástarljóðið mitt.

Heyr mína bær, bára við strönd.
Blítt þú vaggar honum við barm,
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í dveljum við þá
daga langa saman tvö ein.
Heyr mínar bænir og þrár.

Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóðalag.
Flytjið honum í indælum óði ástarljóð mitt.

Heyr mína bær, bára við strönd.
Blítt þú vaggar honum við barm,
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í dveljum við þá
daga langa saman tvö ein.
Heyr mínar bænir og þrár.