Hundurinn Týri og eigandi hans stukku til fyrr í vikunni á Dýraspítalann í Víðidal til að gefa blóð fyrir hund í neyð.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Dýraspítalans í Víðidal.

Týri fékk nammi í verðlaun á spítalanum eins og sjá má á myndunum virðist Týri hafa staðið sig eins og sannkölluð hetja.

Ekki allir eru meðvitaðir um að hundar geti gefið blóð en til þess að vera á blóðgjafarlista þurfa hundar, líkt og menn, að uppfylla nokkur skilyrði.

  • Vera heilsuhraustur og vingjarnlegur
  • Vera á aldrinum eins til átta ára
  • Vera 23 kíló eða þyngri
  • Ekki vera á neinum lyfjum
  • Vera reglulega bólusettur
  • Vera geldur/búið að taka úr sambandi
  • Aldrei hafa fengið blóðgjöf sjálf/ur
  • Tíkur mega ekki hafa verið hvolpafullar