Í dag verður þátt­töku­inn­setningin Hor­se Insi­de Out eftir list­hópinn Wunderland opnuð í Lista­safni Reykja­víkur, Hafnar­húsinu. Um er að ræða nor­rænt list- og rann­sóknar­verk­efni sem hefur verið í þróun í nokkur ár og var áður sett upp í Dan­mörku og Finn­landi.

„Þetta er skúlptúr og inn­setning sem er nógu stór fyrir mann­eskju til að fara inn í. Það fer einn ein­stak­lingur inn í einu, sem kannar um­hverfið upp á eigin spýtur. Í öðru rými er svo flytjandi sem við­komandi á sam­skipti við. Þetta er fjöl­skynjunar­skúlptúr sem þú upp­lifir með öllum skilningar­vitunum, lykt, hljóði, sjón og snertingu,“ segir danska sviðs­lista­konan Mette Aakjær, stofnandi Wunderland.

Mette inni í hesta-skúlptúrnum.
Fréttablaðið/Anton Brink

Við­kvæmni og kraftur hesta

Skúlptúrinn sem um ræðir er í laginu eins og stórt tjald með líf­rænu út­liti. Mette segir Wunderland hafa sótt inn­blástur fyrir verkið til ó­líkra eigin­leika hesta.

„Inn­blásturinn er hestur en þetta líkist þó ekki hesti. Við sækjum á vissan hátt í eigin­leika hestsins, þessa við­kvæmni en einnig þennan gífur­lega kraft sem hestar hafa. Allt frá því að standa kyrrir yfir í að ferðast mjög hratt með miklum krafti. Þannig að það er allt róf hestsins, lyktin, hljóðin, allt saman,“ segir hún.

Af hverju sóttuð þið inn­blástur til hesta?

„Ég held að al­mennt séð liggi á­hugi okkar í að breyta skynjun fólks á raun­veru­leikanum í gegnum líkamann og skilningar­vitin. Við erum al­gjörir nördar hvað þetta varðar. Það eru margar leiðir til að vera í líkama sínum og í þessu verki vinnum við með upp­lifun sem er mjög jarð­tengjandi. Þetta getur verið mjög villt og mjög ó­líkt fyrir hvern og einn ein­stak­ling en við erum að sækja í kraft frá jörðinni, kraft sem hesturinn hefur einnig.“

Metta ásamt meðlimum Wunderland og aðstandendum Horse Inside Out.
Fréttablaðið/Anton Brink

Ó­líkt fyrir hvern og einn

Er þetta þá ein­hvers konar ritúal?

„Maður gæti sagt það en ég er alltaf mjög var­kár að setja merki­miða vegna þess að ég vil ekki að fólk sjái þetta bara á einn hátt. Ég kalla þetta bara upp­lifun af því að það er opið hug­tak og er líka eitt­hvað sem við vinnum mikið með, að hafa hluti opna fyrir túlkun,“ segir Mette og bætir við að upp­lifunin sé ólík fyrir hvern og einn ein­stak­ling.

Eins og áður sagði er Hor­se Insi­de Out partur af stærra rann­sóknar­verk­efni sem Wunderland hefur unnið að í sam­starfi við Interacting Minds Centre hjá Á­rósa­há­skóla og ARoS lista­safnið í Ár­ósum.

„Í sam­starfi við okkur gerðu þau rann­sókn þar sem á­horf­endum sem komu út af upp­lifuninni var boðið að skoða sér­staka list­sýningu og síðan var tekið við­tal við þá á sér­stakan hátt með heyrnar­tól á. Spyrjandinn spurði þau að mis­munandi hlutum eins og hvort upp­lifunin hefði á­hrif á það hvernig þau upp­lifðu lista­verkin eftir á,“ segir Mette.

Að sögn hennar var það eitt af mark­miðunum með Hor­se Insi­de Out að vera í sjálfu sér lista­verk en einnig að opna skilningar­vit á­horf­enda fyrir nýjum upp­lifunum.

„Við komumst að því að upp­lifunin hafði þau á­hrif á fólk að það var næmara fyrir myrkri og hreyfingu eftir á og hreyfði sig á ó­líkan hátt inni í sýningar­rýminu.“

Eitt sinn þegar við vorum að ganga niður götu í Finn­landi öskraði ein­hver skyndi­lega á eftir mér: „Hor­se Insi­de Out breytti lífi mínu!“

Breytti lífi eins á­horf­anda

Hvernig hafa við­brögð á­horf­enda við verkinu verið?

„Þau hafa verið mjög, mjög góð. Við höfum fengið margar stjörnur hjá gagn­rýn­endum og þegar við sýndum verkið í Finn­landi fengum við til dæmis ýmis hjart­næm um­mæli. Eitt sinn þegar við vorum að ganga niður götu í Finn­landi öskraði ein­hver skyndi­lega á eftir mér: „Hor­se Insi­de Out breytti lífi mínu!“. Það er auð­vitað svo­lítið klikkað og kannski ekki eitt­hvað sem gerist í hvert skipti, en það var al­gjört vá-augna­blik.“

Wunderland munu svo koma aftur til Ís­lands í ágúst á næsta ári með nýtt verk í sam­starfi við fram­leiðslu­fyrir­tækið MurMur.

„Við erum að koma með annað verk sem heitir Twi­sted For­est sem verður sýnt í Heið­mörk. Það er stærra stað­bundið verk sem er næstum tveggja klukku­tíma löng upp­lifun,“ segir Mette.

Hor­se Insi­de Out er opið í Lista­safni Reykja­víkur, Hafnar­húsi, frá 11. til 23. nóvember og frítt er inn á við­burðinn.