Osushi

Veitingastaðir Osushi, í Tryggvagötu og á Reykjavíkurvegi, hafa boðið upp á góða takeaway þjónustu í mörg ár.

Á heimasíðunni osushi.is er hægt að að velja tilboðsbakka, veislubakka fyrir stærri tilefni og eins er í boði að sérvelja þína uppáhalds bita í bakkann.

Að sögn þeirra á Osushi er alltaf vinsælt að velja sína uppáhalds í bakkann en þannig fær hver og einn nákvæmlega það sem hann vill.

Staðurinn hefur eins og fyrr segir í mörg ár boðið upp á take-away þjónustu sem hefur svo enn frekar blómstrað nú á á covid-tímum.

Einfaldast og öruggast er að panta á osushi.is. Viðskiptavinurinn sækir síðan veitingarnar í miðbæinn eða í Hafnarfjörð.

Fiskmarkaðurinn

Veitingastaðurinn Fiskmarkaðurinn við Aðalstræti býður upp á 20 prósent afslátt inni á síðunni fiskmarkadurinn.is.

Þar má finna tilboð A og tilboð B og hafa þau notið mikilla vinsælda enda um að ræða nokkra rétti saman sem er fullkomið til að deila. Eins er boðið upp á stærri bakka en að sögn Fiskmarkaðsfólksins eru viðskiptavinir duglegir að blanda sjálfir í körfuna á netinu og deila réttunum saman heima.

Take away Fiskmarkaðarins er vinsælt og segir starfsfólk staðarins sama fólkið mikið vera að sækja mat til þeirra.

Hægt er að panta með góðum fyrirvara og er mælst til þess, því komið getur fyrir að ekki sé pláss fyrir fleiri take away pantanir.

RVK MEAT

Veitingastaðurinn RVK MEAT við Frakkastíg býður upp á 20 prósent afslátt af sérstökum take away matseðli.

Matseðilinn má finna á heimasíðu staðarins rvkmeat.is og er þar boðið upp á allt frá forréttum að eftirréttum. Staðurinn sérhæfir sig eins og nafnið gefur til kynna í kjötréttum en einnig má finna lax og hnetusteik á seðlinum.

Að sögn veitingamanna á RVK MEAT hefur vel verið tekið í þessa nýbreytni og margir pantað trekk í trekk.

Grillmarkaðurinn

Grillmarkaðurinn við Lækjargötu býður 20 prósent afslátt í take away.

Vinsælast í take away er Grillveislan en hún inniheldur blöndu af alls konar frábærum réttum.

Á take away seðli staðarins sem finna má á grillmarkadurinn.is er boðið upp á fjölbreytt úrval smárétta, aðalrétta og barnamatseðil.

Grillmarkaðurinn tekur við pöntunum í síma 571-7777 og býður upp á heimsendingu í samstarfi við BSR.

Fiskfélagið

Fiskfélagið við Vesturgötu býður upp á netpöntun af fjölbreyttum take away matseðli þar sem meðal annars má finna fjögurra rétta samsettan seðil sem kallast Fiskfélagið heim á 6.900 krónur.

Sushibakkarnir eru vinsælastir í heimsendingu hjá Fiskfélaginu en einnig er hægt að panta valda rétti af matseðli.

Panta má í gegnum síma 552-5300, á netfanginu info@fiskfelagid.is eða á heimasíðunni fiskfelagid.is og er mælt með að panta með góðum fyrirvara föstudags- og laugardagskvöld.

Hreyfill sér um alla útkeyrslu á og er gjaldskrá þeirra frá 2.500kr upp í 5.000kr. á höfuðborgarsvæðinu

EIRIKSSON BRASSERIE

Eiriksson við Laugaveg býður upp á þrjár girnilegar tillögur að matseðli til að njóta heima.

Matseðlarnir samanstanda af forrétt, aðalrétt og eftirrétt og fást einnig í veganútgáfu.

Skoða má matseðlana og panta réttina á heimasíðu staðarins brasserie.is

Jómfrúin

Smurbrauðsstaðurinn Jómfrúin við Lækjargötu býður allan matseðilinn sinn í take away.

Staðurinn var einn þeirra allra fyrstu að stökkva á heimtöku vagninn enda hentar matseðill hans vel til þess en hann samanstendur að megninu til af smurbrauði og einfaldari heitum réttum.

Að sögn starfsfólks Jómfrúarinnar er purusteikin og rauðsprettan alltaf vinsæl enda hefur verið vinsælt hjá fastagestum að sækja kvöldmat á staðinn þó hann sé í raun þekktastur fyrir danskan frokost.

Pantanir á Jómfrúnni fara í gegnum síma 551-0100 eða tölvupóstfangið jomfruin@jomfruin.is.

Fiskmarkaðurinn
RVK MEAT
Grillmarkaðurinn
Fiskfélagið
Eiriksson
Jómfrúin