Valið á Bæjar­lista­manni Kópa­vogs var til­kynnt í Vatns­enda­skóla í Kópa­vogi í dag en það var tón­listar­maðurinn Herra Hnetu­smjör sem var valinn. Valið fór fram á 65 ára af­mæli Kópa­vogs­bæjar að við­stöddum 10. bekk Vatns­enda­skóla, en Herra Hnetu­smjör er fyrr­verandi nemandi skólans.

„Herra Hnetu­smjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópa­vogs­búi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tón­listar­maður árið 2014. Í textum hans er Kópa­vogur alltaf í for­grunni og hefur verið frá upp­hafi,“ segir í til­kynningu um valið.

Líkt og flestum ætti að vera kunnugt hefur Herra Hnetu­smjör skipað sér ræki­lega sess í ís­lensku tón­listar­lífi og hefur unnið til fjölda tón­listar­verð­launa, til að mynda var hann valinn flytjandi ársins á Hlust­enda­verð­laununum síðustu tvö ár. Hann vinnur nú að nýrri plötu og er búist við að hún komi út fyrir lok árs.

Þakkar fyrir stuðninginn

„Það er alveg geggjað að fá þessa viður­kenningu frá Kópa­vogs­bæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn, þetta er því­líkur heiður og ég er gríðar­lega þakk­látur,“ segir Herra Hnetu­smjör í til­kynningu um málið en hann tekur við sem Bæjar­lista­maður Kópa­vogs af Rögnu Fróða­dóttur, textíl­hönnuði og mynd­listar­manni.

Þá til­kynnti hann að til stæði að taka upp tón­listar­mynd­band af stöðum sem hafa mótað hann í Kópa­vogi og er stefnan að koma sem flestum í­búum Kópa­vogs­bæjar í mynd­bandið. „Ég þakka kær­lega fyrir stuðninginn frá Kópa­vogs­búum gegnum árin og þakka Kópa­vogs­bæ fyrir viður­kenninguna.“