Herra Hnetusmjör heldur tónleika í Gamla Bíói á föstudaginn og efnir til leiks á Instagram þar sem hann ætlar að gefa nokkrum heppnum miða á tónleikana. Allra síðustu forvöð eru til að taka þátt í leiknum, en vinningshafar verið dregnir út síðar í dag.

Um er að ræða fyrstu sóló-tónleika Herra Hnetusmjörs í Gamla Bíói við Ingólfsstræti. Hann mun spila lög sem spanna tímabilið allt frá 2014 til 2018.

DJ Spegill verður honum til halds og trausts.