Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, best þekktur sem Herra Hnetusmjör, og kærasta hans, Sara Linneth Lovísudóttir Castañeda, eignuðust sitt annað barn saman 16. janúar. Þau greina frá þessu á Instagram og er það drengur sem fengið hefur nafnið Krummi Steinn Árnason Castañeda.
Fyrir eiga þau drenginn Björgvin Úlf Árnason Castañeda sem fæddist í febrúar 2021.