Herra Hnetusmjör er fyrsti dómarinn sem kynntur er til leiks í Idol-Stjörnuleit sem fer af stað í sumar á ný. Tilkynnt er um það á vef Vísis í dag en hann er fyrstur fjögurra dómara sem er kynntur til leiks.
Eins og greint hefur verið frá áður þá er nú aftur farin af stað leitin að íslenskri Idol-stjörnu á Íslandi. Hægt er að skrá sig til leiks á idol.stod2.is með því að senda inn myndband með tveimur lagbútum.
„Ég ólst upp við það að horfa á Idol og er gríðarlega spenntur fyrir því að finna næstu stjörnu. Idol er goðsagnakennt fyrirbæri og það er sannur heiður að fá að vera með,“ segir Herra Hnetusmjör í tilkynningu á vef Vísis.