Herr­a Hnet­u­smjör er fyrst­i dóm­ar­inn sem kynnt­ur er til leiks í Idol-Stjörn­u­leit sem fer af stað í sum­ar á ný. Til­kynnt er um það á vef Vís­is í dag en hann er fyrst­ur fjög­urr­a dóm­ar­a sem er kynnt­ur til leiks.

Eins og greint hef­ur ver­ið frá áður þá er nú aft­ur far­in af stað leit­in að ís­lenskr­i Idol-stjörn­u á Ís­land­i. Hægt er að skrá sig til leiks á idol.stod2.is með því að send­a inn mynd­band með tveim­ur lag­bút­um.

„Ég ólst upp við það að horf­a á Idol og er gríð­ar­leg­a spennt­ur fyr­ir því að finn­a næst­u stjörn­u. Idol er goð­sagn­a­kennt fyr­ir­bær­i og það er sann­ur heið­ur að fá að vera með,“ seg­ir Herr­a Hnet­u­smjör í til­kynn­ing­u á vef Vís­is.